Tilkynning til sjófarenda vegna öldumælisdufla

  • Háseti Öldudufl Guðjón Óli Sigurðsson

Fimmtudagur 7. júlí 2011

Um 900-1000 skip hafa verið á sjó dag hvern í þessari viku og fylgir því mikið annríki fyrir varðstjóra Landhelgisgæslunnar.

Undanfarið hafa varðstjórar Landhelgisgæslunnar lesið og sent reglulega út tilkynningu til sjófarenda, vegna öldumælisdufla sem Siglingastofnun hefur lagt út undan ströndum landsins. eru gul að lit og staðsett undan Sandgerði, í Breiðafirði, Blakksnesi, Straumnesi, Húnaflóa, Grímseyjarsundi, Kögri, Hornafirði, Vestmannaeyju, Eyjasundi og Grindavík.

Landhelgisgæslan og Siglingastofnun brýna fyrir sjófarendum að koma ekki nær duflunum en hálfa sjómílu.

Mynd úr safni LHG sem sýnir hreinsun varðskipsmanna á öldumælisdufli.