TF-LÍF flýgur með vísindamenn yfir Mýrdalsjökul
Laugardagur 9. júlí 2011
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra óskaði kl. 05:44 í morgun eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga með vísindamenn og lögreglumenn til að skoða aðstæður við Mýrdalsjökul. Þjóðvegur 1 var þá farinn í sundur vegna hlaups í Múlakvísl. TF-LÍF fór í loftið kl. 07:13 með tvo vísindamenn, frá Raunvísindastofnun og Veðurstofu Íslands. Flogið var yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Múlakvísl og Mýrdalssand. Í Mýrdalsjökli og sáust greinilega sigkatlar og göt í ísbreiðunni. Enginn gosmökkur var sjáanlegur. Síðan var flogið með vísindamenn á Vík og lögreglumenn að lokunarstað við Múlakvísl. Flogið var niður Múlakvísl um kl. 09:00 og hafði þá mikið sjatnað í ánni.
Einnig var óskað eftir að þyrlan myndi sækja fjórtán franska ferðamenn sem voru fastir á svæðinu. Vor þeir sóttir og flogið var með þá í Vík. Þá óskað eftir að þyrlan myndi fljúga austur að Kirkjubækjarklaustri og fékk presturinn á Vik að fara með þyrlunni til jarðarfarar sem fara átti fram í Prestbakkakirkju. Sennilega í fyrsta sinn sem prestur í fullum skrúða fer með þyrlunni.
Var þá haldið til Vestmannaeyja til eldsneytistöku þar sem óskað var eftir þyrlunni í leit að bandarísku pari sem var við Mýrdalsjökul í nótt en ekki hafði náðst samband við þau. Farið var í loftið frá Vestmannaeyjum kl. 11:38. Skömmu fyrir flugtak barst tilkynning um að parið væri fundið og ekki þörf á þyrlunni í verkefnið. Þá var flogið á Vík, vísindamenn sóttir og flogið að nýju yfir svæðið áður en haldið var til Reykjavíkur. Lenti þyrlan í Reykjavík um kl. 15:00.
Þegar komið var að svæðinu um kl. 08:00 í morgun.
Djúpar sprungur í jöklinum
Sig í jöklinum
Efsta gráa röndin er á ca 10 metra dýpi og sýnir gosöskulag frá Eyjafjallajökli.
Á yfirborðinu er aska frá Grímsvatnagosinu.
Risavaxnir ísjakar bárust með hlaupinu
Lent hjá frönskum ferðamönnum. Mynd Þórdís Högnadóttir.
Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur ásamt Lárusi Helga Kristjánssyni
þyrluflugmanni. Fjær sést hópur franskra ferðamanna sem voru strandaglópar
vegna hlaupsins í Múlakvísl
Þórdís Högnadóttir jarðfræðingur