TF-LÍF flýgur með vísindamenn yfir Mýrdalsjökul

  • Lif1
  • Katla-047

Laugardagur 9. júlí 2011

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra óskaði kl. 05:44 í morgun eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga með vísindamenn og lögreglumenn til að skoða aðstæður við Mýrdalsjökul.  Þjóðvegur 1 var þá farinn í sundur vegna hlaups í Múlakvísl.  TF-LÍF fór í loftið kl. 07:13 með tvo vísindamenn, frá Raunvísindastofnun og Veðurstofu Íslands. Flogið var yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Múlakvísl og Mýrdalssand.  Í Mýrdalsjökli og sáust greinilega sigkatlar og göt í ísbreiðunni.   Enginn gosmökkur var sjáanlegur. Síðan var flogið með vísindamenn á Vík og lögreglumenn að lokunarstað við Múlakvísl. Flogið var niður Múlakvísl um kl. 09:00 og hafði þá mikið sjatnað í ánni.

Einnig var óskað eftir að þyrlan myndi sækja fjórtán franska ferðamenn sem voru fastir á svæðinu. Vor þeir sóttir og flogið var með þá í Vík. Þá óskað eftir að þyrlan myndi fljúga austur að Kirkjubækjarklaustri og fékk presturinn á Vik að fara með þyrlunni til jarðarfarar sem fara átti fram í Prestbakkakirkju. Sennilega í fyrsta sinn sem prestur í fullum skrúða fer með þyrlunni.

Var þá haldið til Vestmannaeyja til eldsneytistöku þar sem óskað var eftir þyrlunni í leit að bandarísku pari sem var við Mýrdalsjökul í nótt en ekki hafði náðst samband við þau. Farið var í loftið frá Vestmannaeyjum kl. 11:38. Skömmu fyrir flugtak barst tilkynning um að parið væri fundið og ekki þörf á þyrlunni í verkefnið. Þá var flogið á Vík, vísindamenn sóttir og flogið að nýju yfir svæðið áður en haldið var til Reykjavíkur. Lenti þyrlan í Reykjavík um kl. 15:00.Katla-043
Þegar komið var að svæðinu um kl. 08:00 í morgun.

Katla-147

Djúpar sprungur í jöklinum

Katla-132
Sig í jöklinum

Katla-188
Efsta gráa röndin er á ca 10 metra dýpi og sýnir gosöskulag frá Eyjafjallajökli.
Á yfirborðinu er aska frá Grímsvatnagosinu.

Katla-047

Katla-087
Risavaxnir ísjakar bárust með hlaupinu

Katla2011-07-09DIS131
Lent hjá frönskum ferðamönnum. Mynd Þórdís Högnadóttir.

Katla-103
Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur ásamt Lárusi Helga Kristjánssyni
þyrluflugmanni. Fjær sést hópur franskra ferðamanna sem voru strandaglópar
vegna hlaupsins í Múlakvísl

Katla-104
Þórdís Högnadóttir jarðfræðingur