Æfingar með danska varðskipinu Knud Rasmussen

  • Knud_Ras9_aefing

Mánudagur 25. júlí 2011

Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar taka á mánudag og þriðjudag þátt í æfingum með danska varðskipinu Knud Rasmussen sem statt er hér á landi. Síðdegis á mánudag fór fram fyrri hluti æfingarinnar en þá tók björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Ásgrímur S. Björnsson að sér að leika skip sem þarfnaðist aðstoðar vegna eldsvoða um borð og var danska varðskipið kallað til aðstoðar. Á þriðjudag mun þyrla Landhelgisgæslunnar æfa með varðskipinu.

Um þessar mundir er kona í fyrsta skipti að taka við stjórn Knud Rasmussen og er þetta einnig í fyrsta skipti sem kona tekur við stjórn varðskips af þessari stærðargráðu innan danska sjóhersins. Nafn hennar er Maria Martens og eru nú eftirlitsmenn frá Danmörku staddir hér á landi til að taka út störf hennar og meta hæfni til að vera skipherra. Æfingin er þáttur í þeirri úttekt og leitaði danski flotinn eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar við framkvæmdina. Var það auðsótt mál enda er æfing sem þessi lærdómsrík fyrir alla aðila og ánægjulegt að geta veitt danska flotanum aðstoð með þessum hætti.

Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson við æfingar varðskips Landhelgisgæslunnar með Knud Rasmussen í maí 2009.

Knud_Ras2_aefing

Knud_Ras9_aefing