TF-LÍF Í þrjú útköll samfellt

  • Lif1

Mánudagur 2. ágúst 2011

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti þremur útköllum samfellt frá laugardagskvöldi og fram á sunnudagsmorgun. Hófst vaktin með leit á Faxaflóa eftir að nokkrar tilkynningar höfðu borist Landhelgisgæslunni um neyðarblys sem sáust yfir Faxaflóa. Ekki var vitað um báta eða skip á svæðinu en til öryggis var kl. 23:54 ákveðið að kalla út þyrlu til leitar. Bar hún ekki árangur og var þyrlan á heimleið kl. 02:10 þegar fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð þyrlunnar við leit að tveimur kajak ræðurum sem fóru frá Flateyri til Ísafjarðar á laugardag.  Kl. 03:54  barst tilkynning frá svæðisstjórn á Ísafirði um að kajakræðararnir frá Flateyri væru fundnir. Var verið að undirbúa flugtak kl. 04:11 þegar beiðni frá sjúkrahúsinu á Ísafirði barst í gegnum Neyðarlínuna þar sem óskað var eftir sjúkraflutningi til Reykjavíkur. Fór TF-LIF í loftið frá Ísafirði kl. 04:44 og var flogið beint til Reykjavíkur og lent við Borgarspítalann kl. 06:20.