Loftrýmisgæsla hefst að nýju
Föstudagur 12. ágúst 2011
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný 17. ágúst nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins.
Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu um 120 liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur.
Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum 18. – 23. ágúst nk.
Er þetta er í þriðja sinn sem þjónusta íslenskra stjórnvalda vegna loftrýmisgæslu er í umsjón Landhelgisgæslu Íslands en verkefninu var fyrr á árinu sinnt af flugsveitum frá Kanada og Noregi.