Tvö þyrluútköll um helgina
Mánudagur 15. ágúst 2011
Um helgina bárust tvær beiðnir um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna óhappa á landsbyggðinni. Á laugardag var þyrlan kölluð út kl. 19:30 þegar kona slasaðist í Hrafntinnuhrauni norður af Laufafelli. Fór þyrlan frá Reykjavík kl. 20:02 og lenti aftur við flugskýlið kl. 21:32 þar sem sjúkrabíll beið konunnar. Á laugardag var þyrlan kölluð út kl. 19:55 vegna karlmanns sem slasaðist á Fimmvörðuhálsi. Farið var í loftið frá Reykjavík kl. 20:13 og lent aftur við flugskýlið kl. 22:20.