Þyrla LHG æfir með björgunarsveit SL á Ísafirði

Þriðjudagur 16. ágúst 2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar var nýverið við æfingar með björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði. Fór æfingin fram á Pollinum og fólst hún meðal annars í að menn voru hífðir úr sjó og björgunarbát með sigmanni og var þeim síðan slakað niður á dekk björgunarskipsins, Gunnars Friðrikssonar. Var þá flogið að Eyri og var sigmanni slakað niður á tún þar sem þrír leitarhundar voru hífðir upp í þyrluna ásamt eigendum sínum. Var þá floginn hringur um fjörðinn og lent með þau að nýju. Var þetta gert til að venja leitarhunda við flutning með þyrlu.

Þótti æfingin ganga mjög vel og má hér sjá myndskeið sem Fjölnir Baldursson gerði að æfingu lokinni.