Útkall vegna slyss í Kverkfjöllum

Föstudagur 19. ágúst 2011

Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 14:24 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um þyrlu til að flytja slasaðan mann til byggða frá Kverkfjöllum. Þar sem báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru ekki í flughæfu ástandi var ákveðið að kalla til aðstoðar þyrlu Norðurflugs með þyrlulækni Landhelgisgæslunnar í áhöfn.

Á leiðinni á slysstað var landvörður tekinn um borð í þyrluna og fór hann með að slysstað í 5400 feta hæð.  Lenti þyrlan í um 3-400 metra fjarlægð frá slysstaðnum sem var inni í íshelli. Var strax hlúð að hinum slasaða og ástand metið svo að áríðandi væri að koma honum út fyrir íshellinn vegna slútandi íss og mikillar hrunhættu. Ekki var ráðlegt að flytja manninn án aðstoðar . Var hann settur á börur og borinn út á öruggara svæði.

Haft var samband við björgunarsveit SL í 10 km fjarlægð og voru þeir sóttir ásamt búnaði. Var lent með þá á stað sem var talinn öruggur í  40-50 metra frá íshellinum.

UtkallKverkfjoll3

Björgunarsveitamenn voru um 30 mín að ná hinum slasaða upp var honum komið fyrir í þyrlunni og læknir undirbjó hann fyrir flutning. Var þá flogið til Reykjavíkur og lent við Landspítalann í Fossvogi.

Myndir Walter Ehrat flugstjóri LHG

UtkallKverkfjoll4
UtkallKverkfjoll5
UtkallKverkfjoll11
UtkallKverkfjoll14

UtkallKverkfjoll15