TF-SIF flaug yfir Kolbeinsey

Mánudagur 29. ágúst 2011

Þegar flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug nýverið yfir Kolbeinsey kom í ljós að verulega hefur gengið á skerið og það minnkað talsvert frá heimsókn varðskipsmanna í júní 2010.  Í viðtali við Árna Hjartarson jarðfræðing,  í morgunútvarpi Rásar 2,  kom fram að ef fer sem horfir verður Kolbeinsey, nyrsti punktur Íslands, horfin með öllu árið 2020. Verður hún þá aðeins blindsker.

Kolbeinsey-1
Mynd tekin úr TF-SIF í ágúst 2011. 

Kolbey_PGeirdal
Kolbeinsey 2006. Mynd Páll Geirdal,

Kolbey1989_1
Kolbeinsey 1989. Mynd Guðmundur St. Valdimarsson.

Kolbeinsey sem er sem er 74 kílómetra norður af Grímsey, gegndi mikilvægu hlutverki í deilum um landhelgi og landgrunnsréttindi. Árið 1989 steypti áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar þar þyrlupall en síðan hefur eyjan minnkað hratt. Berggrunnur eyjarinnar er afar gljúpur og vinnur því sjór auðveldlega á henni. Landhelgisgæslan hefur reglulega fylgst með eyjunni í gegnum árin en eyjan glataði að mestu mikilvægi sínu eftir að samið var um miðlínuna milli Íslands og Grænlands.  

Sjá nánar fréttir af heimasíðu LHG frá 2010 og 2006.

Kolbeinsey-2
Mynd tekin úr TF-SIF í ágúst 2011.