Þyrla danska sjóhersins varð fyrir óhappi í lendingu

  • lynx_has-3_mk8

Þriðjudagur 30. ágúst 2011

Lynx - björgunarþyrla danska flotans varð fyrir óhappi í lendingu að eftirlitsskipinu Hvidbjørnen þar sem skipið var statt  við bryggju í flotastöð danska sjóhersins í Grønnedal á Grænlandi mánudaginn 22. ágúst sl.

Áhöfn og farþega þyrlunnar sakaði ekki en björgunarþyrlan er hinsvegar óflughæf og hefur verið flutt til Danmerkur til rannsóknar.  Ekki er ljóst hversvegna óhappið átti sér stað en rannsóknarnefnd á vegum hersins kannar nú ástæður þess.

Eftirlitsskip Dana hafa reglulega viðdvöl í Reykjavík á ferðum sínum um Norður-Atlantshaf og til Grænlands og er náið samstarf milli danska flotans og Landhelgisgæslunnar vegna leitar og björgunar á hafinu. Dönsku þyrlurnar hafa m.a. aðstoðað Landhelgisgæsluna við útköll þegar þau eru í nágrenni landins og tekið þátt í æfingum. Einnig hefur viðhaldi þeirra öðru hverju verið sinnt í flugskýli LHG.