TF-LÍF sótti veika konu í Hvannagil

  • LIF_borur

Sunnudagur 4. september 2011

 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:57 í morgun vegna alvarlega veikrar konu sem stödd var í Hvannagilshnausum, sunnan við Álftavatn. TF-LÍF fór í loftið kl. 11:27 og flaug beint á staðinn. Þar sigu læknir og sigmaður þyrlunnar niður með börur og undirbjuggu konuna fyrir flutning. Var hún síðan hífð upp í þyrluna og var flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem þyrlan lenti kl. 13:00.