Útkall þyrlu og sjóbjörgunarsveita vegna neyðarljóss

  • TF-LIF-140604_venus

Landhelgisgæslunni barst kl 16:40  tilkynning í gegnum Neyðarlínuna um neyðarljós á lofti yfir Sundunum norðan við Reykjavík. Björgunarskip og björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þrátt fyrir ítarlega leit umhverfis eyjar og með strandlengju Kollafjarðar fannst ekki neitt sem skýrt gæti neyðarljósið. Í samráði við lögreglu og björgunarsveitir var aðgerðum hætt kl 18:30.