Borgarísjaki norðvestur af Kögri

  • 07122010HafisDSCN2554

Laugardagur 10. september 2011

Borgarísjaki sást 25 sjómílur norðvestur af Kögri í á fimmtudag. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um borgarískjakann frá fiskiskipi sem var statt um 16.3 sml. NV af Straumnesi. Var ískjakinn ca 2-3 sml. norðan við skipið og virðist hann vera mjög stór. Þar sem skipið var ekki með radar var ekki hægt að mæla lengdina á honum.

Hafði þá Landhelgisgæslan samband við annað fiskiskip á þessum slóðum og sást borgarísjakinn mjög vel. Plottaði hann jakann á radar og var hann á stað 66°47.645'N 023°37.5'V eða um 25 sjómílur norðvestur af Kögri. Radarinn reiknaði jakann á 0,3 hnúta hraða í stefnuna 021°. Upplýsingarnar voru sendar til hafísdeildar Veðustofu Íslands.

Sagði skipstjóri að borgarísjakinn væri búinn að vera þarna á svæðinu í nokkra daga en vindur væri hægur af norðaustri. Dýpið þar m.v. sjókort er 85 faðmar. Taldi hann hæð ísjakans geta verið 50 metra eða meira. Taldi að jakinn væri að skralla í kantinum.

Mynd úr myndasafni LHG.