Ótrygg fjarskipti vegna bilunar í Grímsey

Þriðjudagur 13. september 2011

Vegna bilunar í VHF fjarskiptabúnaði í Grímsey eru fjarskipti á svæðinu ótrygg, viðgerð fer fram eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjórum Landhelgisgæslunnar er talið að bilun búnaðarins sé líklega bein afleiðing af rafmagnsbilun í eyjunni.