Varðskipið LHG bjargar flóttamönnum milli Marokkó og Spánar

  • IMGP6121

Fimmtudagur 22. september 2011

Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar sem er að störfum á vegum landamærastofnunar Evrópubandalagsins, FRONTEX, bjargaði skömmu fyrir hádegi í dag 64 flóttamönnum af litlum, ofhlöðnum bát sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar.  Í hópnum voru nokkur börn.  Fólkið var tekið um borð þar sem það hlaut viðeigandi aðhlynningu þangað til björgunarskip komu og sóttu það og fóru með það í land á Spáni.

IMGP6108
Loft lak mjög hratt úr ofhlöðnum bátnum

IMGP6109

Fólkinu var öllu bjargað á stuttum tíma, flestir um borð í léttbátinn en aðrir
komust upp síðustigana og í gúmmíbjörgunarbátana.
Virðist sem báturinn hafi rifnað.

IMGP6121