Gæsluflug um vestanvert landið

Fimmtudagur 29. september 2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór kl. 13:50 í dag í gæslu- og eftirlitsflug um Breiðafjörð, Vestfirði og Faxaflóa þar sem m.a. var flogið um svæði þar sem tilkynnt hefur verið um borgarísjaka og íshröngl. Einnig var flogið um skyndilokunar og reglugerðarhólf.

Í Ísafjarðardjúpi var komið að borgarísjaka sem fjallað hefur verið um í fréttum og er strandaður rétt norður af Bolungarvík. Er hann staðsettur um 800m frá landi.  Á meðfylgjandi myndum sést hvernig hann þyrlar upp leir af af hafsbotni. Annar ísjaki var örfáar sjómílur fyrir NV við hann, mun minni og hefur sennilega brotnað úr þeim stóra. Er hann í svipaðri fjarlægð frá landi og rétt maraði upp úr sjónum. Af honum getur eflaust stafað hætta fyrir minni báta.

Var síðan flogið fyrir Bjargtanga, utanverðan Breiðfjörð og inn Faxaflóa þar sem gæslunni lauk kl. 17:15.

Hafis29092011-(1)

Hafis29092011-(2)

Hafis29092011-(3)