Þyrla LHG sækir sjúkling að Flúðum

  • TFLIF_DSC0857

Sunnudagur 2. október 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:37 beiðni um að þyrla LHG myndi sækja sjúkling að Flúðum en um bráðatilfelli var að ræða. Þyrluáhöfn var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl. 11:03. Vegna þoku var flogið í hæð að Skeiðavegamótum þar sem sjúkrabifreið beið með sjúkling. Lent var kl. 11:47  og var hann fluttur yfir í þyrluna, Farið var að nýju í loftið 10 mínútum síðar og flogið beint á Landspítalann í Fossvogi en þangað var komið kl. 12:13.