Varðskipið Týr kom fyrir öldumælisdufli vestur af Sandgerði

  • NACGF_vardskip

Fimmtudagur 6. október 2011

Afar mikilvægt er fyrir sjófarendur að hafa upplýsingar um ölduhæð á þeim hafsvæðum sem þeir sigla um. Víða hefur öldumælisduflum verið komið fyrir og er hægt að fá upplýsingar um ölduhæð hjá Siglingastofnun og Veðurstofunni.

Varðskipsmenn sjá um að skipta út öldumælisduflum með vissu millibili.  Einnig kemur fyrir að öldumælisdufl tapast og þá þarf að koma nýjum fyrir. 

Í vikunni lagði varðskipið Týr út öldumælisdufli vestur af Sandgerði (Garðskagadufl) en duflið slitnaði upp í sumar. Staðsetning á duflinu er: 64°03´139 N og 022°52´612 V.

Einnig er nauðsynlegt  að taka duflin í land endrum og sinnum til að skipta um rafhlöður í þeim og yfirfara þau áður en þeim er aftur komið fyrir úti á sjó.  Duflin eru í eigu Siglingastofnunar sem sér um að skoða þau og lagfæra.

04102011duflTYR

Á meðfylgjandi mynd sem Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður tók vestur af Sandgerði eru Haukur bátsmaður og hásetarnir, Gunnar, Heimir Týr og Þorgeir