Fiskibátur í vandræðum á Húnaflóa

Sunnudagur 9. október 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:07 í morgun aðstoðarbeiðni frá fiskibát með einn mann um borð sem var staðsettur 15 sml frá Skagaströnd. Óttaðist skipverjinn um öryggi sitt, komið hafði upp vélarbilun og var sjór í vélarrúmi. Ákveðið var að kalla út Húnabjörgu, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Skagaströnd og var hún komin að bátnum kl. 07:00 og dró hann til hafnar.