Verkefna- og rekstrarfundur Landhelgisgæslunnar haldinn í Keflavík

  • H1

Þriðjudagur 11. október 2011

Í vikunni hittust stjórnendur allra deilda Landhelgisgæslunnar á fundi í Keflavík þar sem farið var yfir verkefna- og rekstrarlega stöðu deilda og horfur fyrir árið 2012.  Um er að ræða reglubundna fundi sem eru hluti af innra starfi Landhelgisgæslunnar og hluti af því að viðhalda sífelldri endurskoðun, markmiðssetningu og endurskipulagningu rekstrarins með hliðsjón af stefnumótunarvinnu sl. ára 

Í inngangsorðum sínum sagðist Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar að sem fyrr séu krefjandi verkefni framundan þar sem starfsmenn verði að leggjast á eitt. Þrátt fyrir samdrátt  og niðurskurð hefur Landhelgisgæslunni tekist, með verkefnum erlendis, að halda öllum tækjum í rekstri og starfsfólki í þjálfun sem og fjölga allverulega í starfsmannahópnum.  Landhelgisgæslan gerir um þessar mundir út þrjú varðskip,  en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2006. Í fjárlögum fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir áframhaldandi niðurskurði og er því nauðsynlegt að vinna áfram að því að leita leiða til að halda í sérhæfðan og verðmætan mannskap sem og tækjabúnað, meðal annars með verkefnum erlendis.


KEFfundur2
Bjarni Ágúst Sigurðsson, þjálfunarstjóri, Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri,
Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG og Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs

Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsvið lagði fram yfirlit yfir reksturinn á árinu og útskýrði þá þætti sem snúa að Landhelgisgæslunni í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Unnið er að rekstrar- og starfsáætlunum næsta árs  en umfangsmestu verkefni næstu mánaða tengjast þyrlu- og varðskiparekstri,  þ.a.m.  móttaka varðskipsins Þórs og umfangsmikil skoðun sem þyrlan Líf fer í á fyrstu mánuðum næsta árs.  Einnig er að mörgu að huga í samþættingu Landhelgisgæslunnar við þá starfsemi sem fer fram innan öryggissvæðisins í Keflavík.

Fjallað var um reksturinn vítt og breytt,  stöðu mála og áherslur sem endurspeglast í þeirri stefnumótunarvinnu sem farið hefur fram á sl. árum.  Almenn ánægja var að loknum fundi sem þótti takast vel, voru þar lagðar línur fyrir verkefni næstu mánaða auk þess að upplýsa almennt um verkefnastöðu deilda Landhelgisgæslunnar.

KEFfundur1
Á meðal þeirra sem tóku til máls voru;

KEFHBN
Halldór B. Nellett, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs fór yfir áherslur
varðandi rekstur á varðskipinu Þór

KEFSS
Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri fór yfir starfsmannamál  sem
eru vissulega verkefni allra

KEFALA

Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður stjórnstöðvar ræddi stöðu og horfur
hjá stjórnstöðinni

KEFDS
Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur útskýrði helstu laga- og
reglugerðarbreytingar

KEFHH
Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri sjómælingasviðs ræddi helstu
áherslur varðandi sjómælingar og sjókortagerð.

KEFJBG
Jón B. Guðnason yfirmaður Landhelgisgæslunnar í Keflavík sagði aðlögun
sl. mánaða hafa gengið vel.

IMG_3723
Róbert Gunnarsson, kerfisfræðingur og Sigurður Ásgríms, yfirmaður
sprengjudeildar og deildarstjóri tölvu- og rafeindatækni,
ræddu
næstu skref varðandi tölvu- og upplýsingamál Landhelgisgæslunanr.

Sigurður kom aftur upp og fór yfir stöðu og horfur sprengjudeildar.

KEFSSt

Sindri Steingrímsson, flugrekstarstjóri og Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri
fóru yfir helstu á
herslur í starfi flugrekstrar- og flugtæknideildar