Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum

  • TFLIF_2009

Föstudagur 21. október 2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar stóð kl. 22:35 í gærkvöldi línubát að meintum ólöglegum veiðum á Fljótagrunni,  inni í hólfi þar sem veiðar eru bannaðar skv. reglugerð nr. 742/2009 um bann við línu- og handfæraveiðum á Fljótagrunni..

Var bátnum vísað til hafnar þar sem lögreglan tók á móti honum og var tekin skýrsla af skipverjum. Síðast í lok júnímánaðar stóð þyrla Landhelgisgæslunnar bát að meintum ólöglegum veiðum.