Mikil ásókn í að skoða varðskipið Þór

  • Thor_bidlaugardag

Laugardagur 29. október 2011

Mikil aðsókn hefur verið í að skoða varðskipið Þór dagana frá því að varðskipið kom til Íslands og eru nú rúmlega fimm þúsund manns búin að skoða skipið.

Í dag, laugardag lögðu um þrjú þúsund og fimmhundruð manns leið sína niður að Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem varðskipið liggur við bryggju. Þrátt fyrir rigningu lét fólk það ekki á sig fá og stóð um stund í biðröð eftir að komast um borð. Gekk þó allt hratt og vel fyrir sig og hafði fólk almennt mikla ánægju af því að sjá varðskipið.

Á morgun sunnudag verður skipið áfram opið til sýnis milli kl. 13:00 og 17:00.

Mynd frá mbl.is /Guðni