Mikil stemmning í Þór

  • Gestir_Sun3

Sunnudagur 30. október 2011

Varðskipið Þór hefur laðað að sér fjölda manns dagana frá því að það lagði að Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Á sunnudag var komin löng röð þegar skipið opnaði og streymdi mannfjöldinn um borð.

Að sögn Sigurðar Steinars Ketilssonar skipherra gekk afar vel að sýna skipið. Á sunnudag komu samtals um 4100 manns  og var mikil stemmning um borð. Gaman að upplifa áhugann sem ungir sem aldnir deila á varðskipinu.

Um 12.000 manns hafa skoðað varðskipið frá því að það kom til Íslands. Framundan er ýmiss konar vinna og undirbúningur um borð fyrir verkefni næstu vikna en áætlað er að skipið leggi úr höfn að nýju um næstu helgi. Til stendur að varðskipið komi víða við um landið á næstu mánuðum þar sem það verður til sýnis fyrir alla áhugasama.

Hér er myndband sem var tekið um borð.

CNN IReport birti einnig fréttir af komu v/s ÞÓR til Íslands.

CNN IReport myndir

CNN IReport myndband

Gestir_rod1

Gestir_rod4

Gestir_rod3

Gestir_rod2

Gestir_Sun2

Gestir_SunGestir_Sun1

Gestir_Sun3

Gestir_Sun4