Erlent fréttaefni um Northern Challenge

  • NC2011IMG_3580

Mánudagur 31. október 2011

Nú er komið út erlent fréttaefni vegna æfingarinnar Northern Challenge sem fór fram hér á landi í byrjun október. Northern Challenge er alþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita  sem fer fram árlega á svæði Landhelgisgæslunnar við Keflavík og á fyrrum varnarsvæðum utan Keflavíkurflugvallar,  svo sem í höfninni í Helguvík og Patterson svæðinu. Æfingin er mikilvægur þáttur í þjálfun sprengjusérfræðinga en þátttakendur hennar eru oft á tíðum teymi á leið til friðargæslu. Landhelgisgæsla Íslands og NATO standa fyrir æfingunni.

Sjá efni frá NATO channel 

Efni frá bandarískum þátttakendum

Æfingin í ár var haldin í ellefta skipti  og tóku samtals átta þjóðir þátt í henni, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Austurríki og Bandaríkin, auk sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar. Sprengjusérfræðingar frá Belgíu og Ítalíu fylgdust auk þess með framkvæmd æfingarinnar. Margir aðrir aðilar frá Landhelgisgæslunni sem og öðrum íslenskum stofnunum komu að, má þar nefna þyrludeild, köfunardeild, varðskipadeild, Ríkislögreglustjóra, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar.