Skipin halda inn á Fáskrúðsfjörð vegna veðurs

  • _IB_6324

Laugardagur 5. nóvember 2011 kl. 21:45

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur nú, vegna versnandi veðurs verið ákveðið að togskipið Hoffell, með flutningaskipið ALMA í togi haldi inn á Fáskrúðsfjörð og er áætlað að skipin verði þar við bryggju um kl. 01:00 í nótt. Áætlað er að hafsögubáturinn á Reyðarfirði verði þeim til aðstoðar. Samkvæmt aðalvarðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var ákvörðunin tekin þar sem um styttri siglingaleið og minni áhættu er að ræða en fyrr í dag var áætlað að skipin færu inn á Reyðarfjörð.

Eins og áður hefur komið fram eru eru varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar enn í viðbragðsstöðu og stýrimaður Landhelgisgæslunnar til aðstoðar um borð í flutningaskipinu ALMA.

Flutningaskipið ALMA missti stýrið við innsiglinguna í Hornafjarðarhöfn í nótt. Hoffellið dró þá flutningaskipið út á sjó, en dráttaratugin slitnaði um tveimur tímum síðar. Um klukkan hálf fjögur í dag tókst aftur að koma taug milli skipanna.

05112011270

Úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag

Mynd0390

Myndirnar voru teknar í kvöld þegar stýrimaður Landhelgisgæslunnar var fluttur með  þyrlu Landhelgisgæslunnar að flutningaskipinu ALMA. Myndir Jónas SL Hornafirði.

Mynd0394