Varðskipsmenn skipta um öldudufl

  • oldudufl-8

Miðvikudagur 9. nóvember 2011

Áhöfn varðskipsins Þórs skipti í gær um öldudufl í Grímseyjarsundi en sú vinna er á meðal þeirra verkefna sem Landhelgisgæslan sinnir fyrir Siglingastofnun. Öldumælisduflin eru staðsett undan Sandgerði, í Breiðafirði, Blakksnesi, Straumnesi, Húnaflóa, Grímseyjarsundi, Kögri, Hornafirði, Vestmannaeyju, Eyjasundi og Grindavík og eru gul að lit. Öldudufl hafa þann tilgang að mæla ölduhæð sem mæld er frá öldudal að næsta öldutoppi. Þessar upplýsingar eru mikilvægar sjófarendum og aðgengilegar á vef Siglingastofnunar, Veður og sjólag.

Rafhlöður í ölduduflum hafa takmarkaðan endingartíma og þurfa þau auk þess reglulegt viðhald. Einnig kemur fyrir að öldumælisdufl tapast og þá þarf að koma nýjum fyrir. Að þessu sinni munu varðskipsmenn skipta út duflum á þremur stöðum, Straumnesi, Grímseyjarsundi og Húnaflóa.

Landhelgisgæslan og Siglingastofnun brýna fyrir sjófarendum að koma ekki nær öldumælisduflum en nemur hálfri sjómílu.

Myndir v/s ÞÓR - teknar á hjálm myndavél

oldudufl-1

oldudufl-2

oldudufl-3

oldudufl-4

oldudufl-6

oldudufl-7

oldudufl-8