TF-GNA aðstoðar við leit á Fimmvörðuhálsi

  • GNA3_BaldurSveins

Fimmtudagur 10. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:35 í gærkvöldi beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að erlendum ferðamanni á Mýrdalsjökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út og fór hún í loftið kl. 23:22.

Skyggni var mjög slæmt á svæðinu og var því ákveðið að lenda fyrst við hótelið á Skógum til að meta aðstæður. Þegar rofað hafði til fór þyrlan í loftið að nýju og tók til við leit  í fjallsrótunum þar sem ekkert skyggni var fyrir ofan 1000 fet. Leit var hætt 01:57 og var þá haldið á Hellu til fundar við svæðisstjórn. Þegar klukkan var 04:00 hafði skyggni ekki breyst og var því haldið til Reykjavíkur. Kölluð var út önnur þyrluvakt sem fór í loftið kl. 07:13 til aðstoðar við leitina.