Þór heimsótti Ísafjörð

  • IMG_5481_2

Fimmtudagur 10. nóvember 2011

Ísfirðingar fengu í gær varðskipið Þór í heimsókn og var varðskipið opið til sýnis fram á kvöld. Við komu skipsins í morgun bauð Landhelgisgæslan helstu samstarfsmönnum, þ.e. björgunarsveitarfólki, lögreglu, slökkviliðsmönnum og starfsmönnum Ísafjarðarhafnar um borð og fengu þau kynningu á skipinu enda mikilvægt að kynna þeim sérstaklega skipið, fara yfir faglega þáttinn og svara spurningum þeirra.

Fékk varðskipið að gjöf mynd af Ísafirði og blómvönd frá bæjarfélaginu. Ísfirðingar og íbúar svæðisins á öllum aldri streymdu um borð og fögnuðu komu varðskipsins en samtals komu 1064 gestir um borð í heimsókninni sem er tæplega þriðjungur íbúa svæðisins.

Isafjordur-003

Isafjordur-004

Isafjordur-002

Isafjordur-016
Skipherra og vélstjóri útskýra búnað í brúnni

Isafjordur-015
Leikskólinn kominn á bryggjuna

Isafjordur-022
Krökkunum fannst mjög spennandi að skoða varðskipið

Isafjordur-006
Lögreglan mætt

Isafjordur-010
Björgunarsveitarmenn skoða verkstæðið

Isafjordur-025
Í vélarrúminu

Isafjordur-019
Isafjordur-026
Spjallað í vélarrúminu

Isafjordur-011
Vélstjóri útskýrir tölvubúnaður

Isafjordur-017
Stýrimaður útskýrir stjórnbúnað í brúnni

Isafjordur-005
Þröng var á þingi í vélarrúminu

Myndir áhöfn v/s ÞÓR

Úr fréttum Stöðvar 2