Fórnarlamba umferðarslysa minnst

  • LIF_borur

Sunnudagur 20. nóvember 2011

Fórnarlamba umferðarslysa var í morgun minnst með einnar mínútu þögn að loknu ávarpi forseta Íslands við minningarathöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítalans. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var viðstödd athöfnina ásamt öðrum starfsstéttum sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum sem eru auk Landhelgisgæslunnar, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitamenn, slökkviliðsmenn, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, læknar og hjúkrunarfólk.

Að lokinni einnar mínútu þögninni sögðu lögreglumaður, læknir og sjúkraflutningamaður frá reynslu sinni og störfum á vettvangi umferðarslysa.

Starfshópur innanríkisráðuneytisins sem vinnur að umferðaröryggismálum stóð að athöfninni en Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa.

Minnathofn20112011_2

Skv. ársskýrslu Landhelgisgæslunnar 2010 komu þyrlur hennar samtals 92 einstaklingum til bjargar/aðstoðar á árinu inn á láglendi og hálendi Íslands. Flest þyrluútköllin eða 85% voru vegna bráðaflutninga, leitar og björgunar.

Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu hafa á þessu ári 12 manns látist í umferðinni hér á landi. Helmingur þeirra var undir 17 ára aldri. Frá H-deginum svonefnda, þegar skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi þann 26. maí 1968, hafa samtals 958 manns látið lífið í umferðinni hér á landi samkvæmt upplýsingum úr slysaskrá Umferðarstofu. Í upplýsingum um algengustu dánarmein ungs fólks á Íslandi á aldrinum 17 - 26 ára kemur fram að á árunum 1999 til 2008 voru umferðarslys algengasta dánarörsök kvenna á þessum aldri

U.þ.b. 2% allra dauðsfalla í heiminum eru af völdum umferðarslysa og er þetta hærra hlutfall en fjöldi þeirra sem látast t.d. af völdum berkla og malaríu.

Minnathofn20112011_1

Minnathofn20112011

Minnathofn20112011_3