Varðskipið Þór verður til sýnis á Akureyri
Sunnudagur 28. nóvember 2011
Varðskipið Þór er væntanlegt til Akureyrar á mánudagsmorgun og er áætlað að varðskipið verði opið til sýnis við Oddeyrarbryggju mánudaginn 28. nóvember frá kl. 13:00-18:00 og þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00.
Varðskipið var afhent í Chile 23. september síðastliðinn og hófst siglingin til Íslands 28. september. Mánuði síðar eða 26. október kom varðskipið til Vestmannaeyja sem var fyrsta höfn skipsins hér á landi.
Auk hefðbundinna skyldustarfa mun varðskipið koma víða við um landið á næstu mánuðum þar sem það verður til sýnis fyrir alla áhugasama en nú hefur skipið verið til sýnist í Vestmannaeyjum, Reykjavík, á Neskaupstað, Reyðarfirði og Ísafirði og hafa um 14.500 manns nú skoðað varðskipið Þór.
Tæknilegar upplýsingum um Þór eru hér.
Koma varðskipsins er bylting í vöktun, öryggismálum, leit og björgun innan íslenska hafsvæðisins. Á síðustu árum hefur umferð frá Noregi og Rússlandi aukist stórlega og er vissulega þörf á öflugu varðskipi til að vera til taks enda er því spáð að með opnun norðaustursiglingarleiðarinnar eigi umferð um svæðið eftir að aukast umtalsvert. Þór gegnir þar mjög mikilvægu hlutverki í samstarfi þjóða á Norður Atlantshafi.