Mælingar á vélbúnaði Þórs leiddu í ljós titring

Fimmtudagur 8. desember 2011

Við mælingar á vélbúnaði, vegna ábyrgðar varðskipsins Þórs, kom í ljós titringur á annarri aðalvél skipsins.  Fór Landhelgisgæslan fram á við framleiðendur vélanna, sem er Rolls Royce í Noregi,  að sendir yrðu fulltrúar þeirra til þess að kanna hver orsökin gæti verið, enda leggur Landhelgisgæslan á það mikla áherslu að nýta ábyrgðartíma vélanna sem eru 18 mánuðir. Eftir skoðun þeirra þykir ljós að um galla í eldsneytiskerfi skipsins sé að ræða og er unnið að lausn málsins. Gæti sú viðgerð tekið allnokkra daga þar sem varahlutir þurfa að berast erlendis frá.

Eins og fram hefur komið er vélbúnaður skipsins enn í ábyrgð og mun Landhelgisgæslan ekki bera neinn kostnað af þessum framkvæmdum.

Myndir Brynhildur Ásta Bjartmarz flugmaður LHG úr þyrlu LHG við Austfirði í nóvember 2011

ThOR_2

ÞorIMG_0188