Engin kærumál komu upp við eftirlit Ægis
Laugardagur 17. desember 2011
Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit í Faxaflóa og á Breiðafirði. Í ferðinni var farið til eftirlits í fimmtán skip og báta. Ekki komu upp kærumál í þessum skoðunum sem er breyting til batnaðar. Fjórum svæðum var lokað sunnan við Snæfellsnes og í Breiðafirði vegna mælinga á fiski sem gáfu of hátt hlutfall smáfisks í aflanum. Einnig skiptu varðskipsmenn um öldumæliduflið við Surtsey og tekið var þátt í tveimur næturæfingum með þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem framkvæmdar voru hífingar af skipi, úr björgunarbát og úr sjó.
Eftirlit um borð í dragnótabát. © Jón Páll Ásgeirsson.
Eftirlit í togbát. © Jón Páll Ásgeirsson.
Skipt um öldumælisdufl við Surtsey © Jón Páll Ásgeirsson.
Æfing með þyrlu LHG. © Guðmundur St. Valdimarsson
Koma léttabáts að varðskipinu, © G. Birkir Agnarsson