Opnun tilboða hjá Ríkiskaupum vegna tímabundinnar leigu á þyrlu

  • GNA3_BaldurSveins

Mánudagur 19. desember 2011

Opnun tilboða vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar fór fram í dag hjá Ríkiskaupum.  Niðurstöður urðu þær að tvö tilboð bárust. Annars vegar þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og þyrlur LHG. Er þyrlan í eigu Knut Axel Ugland Holding AS sem einnig á þyrlu LHG, TF-GNA. Hins vegar barst frávikstilboð um leigu á Dauphin AS365N – TF-HDU sem er í eigu Norðurflugs ehf. Í útboðsgögnum var gerð krafa um þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma og er tilboðið frá Norðurflugi frávik þar sem þyrlan sem þeir buðu fram er af gerðinni Dauphin.

Nánari upplýsingar um útboðið eru veittar af Ríkiskaupum

TF-LÍF björgunarþyrla Landhelgisgæslu Íslands fer í skoðun sem fer fram í Noregi eftir áramót og er gert ráð fyrir að hún muni standa til 10. mars.  Skoðun sem þessi er kölluð G-skoðun og hefur þyrlan aldrei farið í hana áður.

TF-LIF Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 getur tekið fimm í áhöfn og tuttugu farþega, flugþol hennar eru fimm klukkustundir og hámarkshraði er 270 km/klst. Hámarks flugdrægni er 625 sjómílur. TF-GNA, einnig Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 er systurþyrla, TF-LIF og getur tekið fimm manna áhöfn og svipaðan fjölda farþega, flugþol hennar er 4:45 klukkustundir og hámarkshraði 270 km/-  klst. Hámarks flugdrægni er 570 sjómílur.