TF-SIF komin til Íslands

  • 211211_SIF2

Miðvikudagur 21. desember 2011

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag eftir tveggja mánaða fjarveru við verkefni á vegum landamærastofnunar Evrópusambandsins. Var flugvélin við eftirlit á Miðjarðarhafi og Eyjahafi en gert var út frá ítölsku borginni Brindisi.

Áhöfn flugvélarinnar var að vonum ánægð með að vera komin heim og í jólastemmninguna. Ekki spillti fyrir ánægjunni góður árangur síðastliðinna tveggja mánaða,  því á tímabilinu hefur áhöfn flugvélarinnar fundið báta og fleytur með alls 267 flóttamönnum sem síðan var komið til bjargar og aðstoðar með varðskipum og björgunarbátum á svæðinu.

211211_SIF2
TF-SIF keyrir upp að skýli Landhelgisgæslunnar

211211_SIF9
Georg Kr. Lárusson heilsar Oddi Garðarssyni flugvirkja

IMG_5063

Þegar flugvélin var tekin inn í skýli LHG var nauðsynlegt að breyta örlítið skipulaginu og færa til myndarlegt jólatréð.

211211_SIF6
Sindri Steingrímsson flugrekstrarstjóri og Jón Erlendsson flugvirki voru snöggir að leysa vandamálið.