Útkall vegna slyss í Reykhólahöfn

Fimmtudagur 22. desember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:34 beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, um aðstoð þyrlu frá lækni  í Búðardal vegna slyss sem varð um borð í bát við bryggju í Reykhólahöfn. Var þyrluáhöfn nýlent eftir æfingaflug og var þyrlan samstundis gerð klár fyrir útkallið.

Fór TF-GNA í loftið kl. 11:06 og flaug hún beint á staðinn og lenti um kl. 11:40 á flugvellinum á Reykhólum en þangað var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl. Fór þyrlan að nýju í loftið kl. 11:45 og lenti við skýli Landhelgisgæslunnar kl. 12:25 þar sem sjúkrabíll beið og flutti hinn slasaða á Landspítalann.

Mynd GSV