Fá skip á sjó um jólin

  • Thor,-Tyr,-AEgir_jol

Landhelgisgæsla Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Aðeins tveir togarar voru á sjó innan íslenska hafsvæðisins í morgun kl. 07:00 og voru þeir á leið til hafnar. Einnig voru sex erlend flutninga- og fiskiskip innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins. Búist er við stormi á öllum miðum og háflóð verður laugardag.

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða á vaktinni sem endranær um hátíðarnar og verða til taks ef óskað verður eftir aðstoð frá einingum Landhelgisgæslunnar.

LHG_Jolakort_2011

_IB_6324
Varðstjórar LHG á vaktinni


Thor,-Tyr,-AEgir_jol

Varðskipin, Þór, Týr og Ægir komnir í jólabúning. Mynd Jón Páll Ásgeirsson