TF-LIF kölluð út eftir bílslyss við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

  • TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Föstudagur 23. desember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni frá Neyðarlínu um að þyrla yrði sett í biðstöðu á flugvelli vegna bílslys sem varð rétt við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Var þyrluáhöfn kölluð út og kl. 11:48 var óskað eftir að þyrlan færi á vettvang. 

TF-LIF fór í loftið kl. 12:14 og hélt áleiðis til móts við sjúkrabíl sem kom á móti þyrlunni. Lent var kl.  13:11 við Freysnes í Öræfasveit og voru hinir slösuðu færðir yfir í TF-LIF. Fór þyrlan að nýju í loftið kl.  13:23 og var lent við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 14:45.