Gleðilegt nýtt ár - myndasyrpa frá viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands.
Starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands óska samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Hér má sjá margvíslegar myndir úr fjölbreyttu starfi Landhelgisgæslunnar á árinu 2011.
Þór, nýtt varðskip Íslendinga kom til fyrstu hafnar á Íslandi þann 26. október og lagði að bryggju í Vestmannaeyjum. Fjöldi fólks var samankominn á Friðarbryggju þegar glæsilegt varðskipið sigldi inn höfnina. Þyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LÍF og TF-GNÁ sveimuðu yfir.
Þór kemur til Reykjavíkur 27. október í fylgd björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og þyrlna Landhelgisgæslunnar.
Myndskeið sjónvarps mbl.is frá komu varðskipsins til Reykjavíkur.
Mbl Sjónvarp kynnti sér aðstæður um borð í Þór nýju eftirlits- og björgunarskipi Íslendinga. Sjá hér
Myndskeið sem sýnir Þór á siglingu.
Slasaður skipverji var sóttur um borð í flutningaskipið Skalva 13. janúar.
Myndskeið frá aðgerðinni hér:
http://www.youtube.com/watch?v=0rydTGtrkwA&feature=player_embedded
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/15/skipid_elti_mig_upp/
Varðskipið Ægir tekur þátt í björgunaræfingu við æfingar með dönskum varðskipum.
Tundurduflum eytt á Héraðssandi 3. febrúar 2011
Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar kom til Reykjavíkur 10. mars með stálpramma í togi sem Landhelgisgæslan hafði svipast eftir um nokkurt skeið. Tókst áhöfn varðskipsins að snara prammann.
Baldur, sjómælinga- og eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar ásamt Fjölva, pramma Köfunarþjónustunnar komu til Reykjavíkur 31. mars með fiskibátinn Anítu Lif sem sökk norður af Akurey 26. mars. Með í för voru fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafélags.
Hvítabjörn var felldur í Rekavík (Bakhöfn) á Hornströndum 2. maí 2011. Tilkynning barst um hvítabjörninn barst Landhelgisgæslunni um morguninn. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug á Ísafjörð þaðan sem flogið var á Hornstrandir í Hælavík. Hafði þá bjarndýrið fært sig um set og fannst eftir nokkra leit í Rekavík (Bakhöfn)
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug með vísindamenn frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni að gosstöðvunum í Grímsvötnum.
Norska varðskipið Sortland kom til Reykjavíkur 1. júní en skipið er kom hingað til lands til að taka þátt í hátíðahöldum Sjómannadagsins auk þess sem skipið tók þátt í varnaræfingunni Norður Víkingur.
Varnaræfingin Norður Víkingur fór fram dagana 6. - 10. júní. Æfingar á sjó voru viðamikill þáttur m.a. viðamikil æfing í haugasjó á Faxaflóa með þátttöku Dettifoss, danska varðskipsins Hvidebjoernen og norska varðskipsins Sortland auk sprengjusveitar og þyrlna Landhelgisgæslunnar, sérsveitar ríkislögreglustjóra, ítalskra sérsveitarmanna og Geislavarna ríkisins.
Varðskipið Ægir bjargaði 93 mönnum af vélarvana báti nálægt eynni Krít í Miðjarðarhafi en varðskipið sinnti þar landamæragæslu fyrir Evrópusambandið undir merkjum Frontex, landamærastofnunar ESB.
Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 kom 28. júní til hafnar í Reykjavík. Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sigldu til móts við skipið sem var á heimleið úr siglingu sem farin var í tilefni 75 ára afmælis þess.
Landhelgisgæslan tók þátt í leit að erlendum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi 14. júlí. Hófst leit þyrlunnar í Þórsmörk, fyrst vestarlega á Eyjafjallajökli og inn eftir þar sem grunur lék á að maðurinn væri Þórsmerkurmegin á Fimmvörðuhálsi nærri Heljarkambi. Eftir nokkra leit sáust úr þyrlunni fótspor í snjónum nálægt Heljarkambi. Lágu fótsporin upp í þokuna svo að ekki var hægt fyrir þyrluna að elta þau. Bakpoki fannst á jöklinum kl. 18:15 sem passaði við lýsingu á bakpoka mannsins. Tilkynning barst kl. 19:22 um að maðurinn væri fundinn og var hann ómeiddur.
Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þann 27. júlí þátt í æfingum með danska varðskipinu Knud Rasmussen. Var þá kona í fyrsta skipti að taka við stjórn Knud Rasmussen. Er hún fyrsta konan til að stjórna varðskipi af þessari stærðargráðu innan danska sjóhersins.
Varðskipið Ægir bjargaði 58 flóttamönnum sem skildir höfðu verið eftir í fjöru/gilskorningi á Radopos skaga á Krít. Í hópnum voru 30 karlmenn, 16 konur, þar af 2 ófrískar og 12 börn allt niður í ársgömul.
Myndskeið mbl.is hér
Kafarar sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar fundu 8. ágúst stél af flugvélasprengju í Kleifarvatni eftir að ábending um torkennilegan hlut í vatninu barst frá köfurum björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Hafnarfirði.
Varðskipið Þór var afhent Landhelgisgæslu Íslands við hátíðlega athöfn 23. september í kl. 11:45 að staðartíma í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Viðstödd athöfnina voru Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sem veitti skipinu viðtöku og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.
Alþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, lauk 7. október 2011 eftir tveggja vikna æfingaferli. Landhelgisgæsla Íslands og NATO stóðu fyrir æfingunni sem m.a. fór fram á svæði Landhelgisgæslunnar við Keflavík
Sigling varðskipsins Þórs um Panama skurð
Varðskipið Þór hefur vakið mikla athygli frá komunni til landsins. Um 16.000 manns hafa nú skoðað skipið sem komið hefur til hafnar í Vestmannaeyjum, Reykjavík, á Neskaupstað, Reyðarfirði, Neskaupstað, á Akureyri, á Ísafirði og í Helguvík.
Alma séð frá þyrlu LHG
Landhelgisgæslunni barst þann 5. nóvember aðstoðarbeiðni frá Birni Lóðs, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna flutningaskipsins ALMA. Var lóðsinn að aðstoða flutningaskipið út fyrir Ósinn á Hornafirði um kl. 03:00 þegar uppgötvaðist að stýri skipsins virkaði ekki. Björgunaraðgerðir vegna Ölmu stóðu yfir í um sólahring. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang og seig stýrimaður þyrlunnar um borð í Ölmu til að vera til aðstoðar. Einnig voru varðskipin Þór og Ægir send til aðstoðar.
Þór við Austfirði
Landhelgisgæslunni barst þann 10. nóvember beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að erlendum ferðamanni á Mýrdalsjökli. Fannst maðurinn látinn 12. nóvember.
Í eftirlitsflugi TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar aðfaranótt 11. nóvember, fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, greindist í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar grunsamlegur bátur sem staðsettur var 16,6 sjómílur suðaustur af Otranto, í Pugliu á Ítalíu. Grunur vaknaði um að fjöldi fólks væri neðan þilja. Ákveðið var að senda varðskip í veg fyrir bátinn. Við rannsókn þeirra um borð kom í ljós að í bátnum voru 37 flóttamenn, 27 fullorðnir karlmenn og 10 drengir. Engar konur eða stúlkubörn. Einnig voru um borð tveir skipuleggjendur smyglsins (facilitators), Rússi og Úkraínumaður. Voru þeir handteknir og fluttir til hafnar á Ítalíu.
Fórnarlamba umferðarslysa var minnst þann 20. nóvember með einnar mínútu þögn að loknu ávarpi forseta Íslands við minningarathöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítalans. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var viðstödd athöfnina ásamt öðrum starfsstéttum sem koma að björgun og aðhlynningu þeirra sem lenda í alvarlegum umferðarslysum.
Þegar skyggja tekur á haustin taka við hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar reglulegar kvöld- og næturæfingar með og án nætursjónauka. Þessi glæsilega mynd af Norðurljósunum var tekin af áhöfn TF-LIF þegar flogið var yfir Langjökul.