Þyrluáhöfn LHG með kynningu hjá Samherja

  • _MG_5819

Þriðjudagur 3. janúar 2012

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var nýverið með kynningu fyrir skipstjórnarmenn og aðra starfsmenn Samherja á Akureyri þar sem m.a. var spjallað um öryggismál og móttöku á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Er fundur sem þessi árlegur viðburður hjá Samherja þar sem farið er yfir ýmiss málefni tengd rekstrinum. Undantekningalaust eru slysa og öryggismál rædd og fengnir fyrirlesarar til að víkka sjóndeildarhringinn eða að skerpa á ákveðnum málum.

Þegar beiðni um kynninguna barst til flugdeildar kom í ljós að fundartíminn var sá hinn sami og  æfingardagur þyrlusveitar. Var því ákveðið að þyrlan færi til Akureyrar að morgni og öll áhöfnin mætti til fundarins sem var sóttur af 165 starfsmönnum Samherja. Flestir þeirra sjómenn Samherja en einnig stjórnendur og forstjóri.  Einnig voru nokkrir sjómenn annarra fyrirtækja, hafnarstarfsmenn á Akureyri og  Björn  Gunnarsson læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri/ FSA

Thyrlusveit1Ak03012012
Henning Þór Aðalmundsson,  stýrimaður/sigmaður, Sverrir Andreassen, flugvirki/spilmaður, Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður og Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri.

Hófst heimsóknin á kynningu áhafnarinnar og var síðan farið í máli og myndum yfir ýmiss atriði sem varða björgun úr þyrlu, aðallega á sjó og gafst sjómönnum kostur á að spyrja spurninga eftir því sem þær komu upp. Síðan sat öll áhöfnin fyrir svörum þar sem góðar umræður fóru fram og ýmsir áherslupunktar skerptir,  ekki síst hvað varðar samskipti skipstjóra skips og þyrlulæknis.

Að sögn starfsmanna Samherja var fundurinn mjög góður og sjómenn ánægðir enda er alltaf gott að skiptast á upplýsingum „auga fyrir auga“. Upprifjanir varðandi öryggis og slysamál eru ætíð nauðsynlegar.

Myndir Felix Valsson og Árni Sæberg

Thyrlusveit6Ak03012012
Fundurinn var mjög vel sóttur.

Thyrlusveit2Ak03012012
Sverrir Andreassen, flugvirki/spilmaður, Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður
og Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri.

Thyrlusveit5Ak03012012
Henning Þór Aðalmundsson,  stýrimaður/sigmaður

Thyrlusveit3Ak03012012

Thyrlusveit7Ak03012012