Þyrla LHG fann manninn sem leitað var að við Helgafell

  • TFLIF13042009-(7)-2

Fimmtudagur 12. janúar 2012

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma úr eftirlits- og gæsluflugi síðdegis í dag barst beiðni frá lögreglu um að þyrlan tæki þátt í leit að manni við Helgafell. Fór þyrlan á svæðið og fann viðkomandi kl. 16:15 eftir skamma leit. Sigmaður og læknir þyrlunnar sigu niður til mannsins og undirbjuggu hann fyrir flutning en þyrlan fór til eldsneytistöku í Reykjavík. Snéri hún síðan aftur á staðinn og var maðurinn þá hífður upp í þyrluna ásamt lækni og sigmanni. Var maðurinn fluttur á Landspítala.

Mynd GSV