Samningur undirritaður um leigu á þyrlu

  • ThyrlaDSC00059

Fimmtudagur 19. janúar 2012

Í dag var undirritaður leigusamningur til 12 mánaða um leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna en eins og komið hefur fram voru tilboð vegna leigu á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna opnuð hjá Ríkiskaup þann  19. desember sl. Þyrlan er af gerðinni Super Puma eða sömu tegundar og TF LÍF og TF GNÁ.  Verið er að leggja lokahönd á skoðun og skráningu þyrlunnar og er gert ráð fyrir að henni verði flogið til Íslands í lok næstu viku.  Mun þyrlan fá einkennisstafina TF SÝN. 

Með þessum hætti er tryggt að tvær þyrlur verði í rekstri næstu vikurnar á meðan TF LÍF er í viðamikilli skoðun í Noregi.  Stærstan hluta ársins verða síðan þrjár þyrlur í rekstri sem eykur möguleika Landhelgisgæslunnar á að skipuleggja viðhald og skoðanir á þyrlunum þannig að ávallt séu tvær þyrlur til taks eins og nauðsynlegt er og stefnt hefur verið að.  Því er undirritun leigusamnings mjög stór áfangi fyrir Landhelgisgæsluna og alla þá sem þurfa að reiða sig á aðstoð, sjúkraflutninga og björgun með þyrlum.

Sif_Lif_Gna_BaldurSveinsson
Þyrlurnar TF GNA, TF LIF og flugvélin TF SIF