Rolls Royce ákveður að Þór skuli siglt til Bergen

  • RR_engine1

Miðvikudagur 1. febrúar 2012

Nú síðdegis í dag ákvað Rolls Royce framleiðandi vélbúnaðar í varðskipinu Þór að skipinu skuli siglt til Bergen í Noregi til að ljúka megi framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins.

Nú þegar hefur verið hafist handa við undirbúning ferðarinnar sem væntanlega verður á allra næstu dögum.  Ekki er vitað hversu lengi skipið verður frá en búast má við að það verði einhverjar vikur.

Mynd frá Rolls Royce