SYN væntanleg til landsins

  • SYN1_Stavanger

Fimmtudagur 2. febrúar 2012

Þyrlan TF SYN sem leigð hefur verið til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Noregi í morgun. Flugið gekk vel en flogið var frá Stavanger kl. 08:15 og lent í Færeyjum um hádegið. Við skoðun á vélinni í Færeyjum kom í ljós leki í vökvakerfi á aðalgírboxi sem þörf var á að kanna nánar. Vegna afar óhagstæðrar veðurspár og skoðunarinnar var brottför frá Færeyjum frestað.

Mynd Jón Erlendsson, flugvirki