Þór siglir til Noregs

  • Rolls-Royce-marine

Föstudagur 3. febrúar 2012

Rolls Royce í Noregi sem er framleiðandi vélbúnaðar í Þór hefur tekið ákvörðun um að varðskipið Þór sigli til Bergen í Noregi næstkomandi sunnudag til að ljúka framkvæmdum vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins. Áætlað er að skipið komi til Bergen á miðvikudag og er gert ráð fyrir að verkið takið fjórar vikur.

Gerðar hafa verið ráðstafanir til að varðskipin Ægir og Týr taki til skiptis við hlutverki Þórs við gæslustörf hér við land meðan á þessum framkvæmdum stendur en rekstraráætlanir fyrir árið 2012 gera ráð fyrir einu varðskipi á sjó við landið árið um kring.

Eins og fram hefur komið er lögð mikil áhersla á að nýta ábyrgðartíma vélanna sem er 18 mánuðir og er vinna þessi alfarið á ábyrgð framleiðanda vélanna, Rolls Royce í Noregi. Landhelgisgæslan mun ekki bera neinn kostnað af framkvæmdunum.  Ábyrgðartími véla og skips lengist sem nemur framkvæmdartíma vegna þessa.

Mynd © meretmarine.com

Myndir frá brottför Þórs, Jón Páll Ásgeirsson

2012-02-05-Thor-c

2012-02-05-Thor-e