Þyrla LHG sækir slasaðan ferðamann á Sprengisand

  • GNA_E1F2236

Mánudagur 6. febrúar 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:36 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um útkall þyrlu vegna bresks ferðamanns sem var handlegsbrotinn við Vegamótavatn, austan Hofshjökuls. Fór þyrlan í loftið kl. 11:21 og var flogið norður í Reykholt og þaðan vel norður fyrir jökla vegna hvassviðris á svæðinu. Lent var hjá manninum kl. 12:49. Farið var að nýju í loftið kl. 12:52. Var maðurinn búinn að vera á göngu í u.þ.b. viku, en ætlunin var að ganga frá Akureyri að Vík í Mýrdal. Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 14:10 en þar beið sjúkrabifreið sem flutti manninn á Landspítalann.