Þyrla LHG kölluð út vegna veikinda um borð í loðnuskipi

  • GNA2

Fimmtudagur 16. febrúar 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl 14:20 í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í loðnuskipi sem var statt við Ingólfshöfða. Fór TF-GNA í loftið kl. 14:31 og var haldið beint á staðinn. Komið var að skipinu kl. 15:30. Sigmaður og læknir sigu um borð og var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning. Var hann að því loknu hífður um borð í þyrluna. Var hífingum lokið kl 15:51 og var haldið í lágum hæðum með ströndu til á Reykjavíkurflugvöll þar sem lent var kl 17:24. Beið þar sjúkrabifreið sem flutti sjúkling á Landspítala við Hringbraut.