Þrír menn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli - þyrla LHG kölluð út

Föstudagur 17. febrúar 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:20 í kvöld beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu vegna þriggja einstaklinga í sjálfheldu í Grýtutindum sem eru  í vestanverðum Eyjafjallajökli. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru einnig kallaðar út en vegna veðurs var erfitt fyrir þær að komast á staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 21:54 og verður hún kominn á staðinn um kl. 22:30. Eru mennirnir í ágætu ásigkomulagi en orðnir kaldir og þreyttir.