Uppfærsla á fjarskiptabúnaði stjórnstöðvar

  • _IB_6321

Þriðjudagur 21. febrúar 2012

Í dag hóf viðamikil uppfærsla á fjarskiptabúnaði stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/vaktstöðvar siglinga. Byggir uppfærslan að töluverðu leyti á reynslu varðstjóra af rekstri kerfisins undanfarin fimm ár. Eins og reiknað hafði verið með fylgdi framkvæmdinni  lítilsháttar vandamál sem leystust strax í upphafi. Til öryggis var óskað eftir að lesin yrði út tilkynning til sjófarenda um að þeir gætu átt í vandræðum með að ná til stöðvarinnar á metrabylgjum (VHF) og millibylgjum. Var tilkynningin lesin á RUV og birt á vef þeirra. Símkerfi stjórnstöðvar LHG voru öll virk meðan á uppfærslunni  stóð og voru Neyðarlínan og fjarskiptamiðstöð RLS upplýst.

Um er að ræða útskipti á miðbúnaði og öllum tölvum Frequentis fjarskiptakerfisins sem er liður í stýrðu viðhaldi búnaðarins. Einnig verður allur notendabúnaður varðstjóra stjórnstöðvarinnar endurnýjaður. Frequentis er talin í fremstu röð fyrirtækja á þessum markaði, þ.e. fjarskiptabúnaði fyrir strandarstöðvar og björgunarstjórnstöðvar, flugstjórnarmiðstöðvar ofl. Er uppfærslan unnin af tæknimönnum Neyðarlínunar og þremur starfsmönnum Frequentis frá Austurríki.