Þyrla LHG sækir mann í Landmannalaugar

  • ThyrlaA49E6661

Sunnudagur 26. febrúar 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:52 í morgun eftir að beiðni um aðstoð hennar barst frá Neyðarlínunni vegna manns með bráðaofnæmi í Landmannalaugum. TF-GNA fór í loftið kl. 11:13 og var lent í Landmannalaugum kl.11:56. Kom maðurinn þar um borð og var samstundis farið að nýju í loftið. Lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 12:55 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti sjúkling á Landspítala.