Fallbyssuskot fannst í heimahúsi

Sprengjusveitin fór með skotið til eyðingar

  • IMG_0001

Þriðjudagur 27. mars 2012

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar barst nýverið aðstoðarbeiðni frá lögreglunni vegna skothylkis sem þeim höfðu fengið í vörslu sína úr dánarbúi. Kom í ljós að um var að ræða 57 mm fallbyssuskot sem sprengjusveitin sótti og fór með til eyðingar.

Mjög hættulegt getur verið að meðhöndla hluti sem þessa og brýnir því Landhelgisgæslan fyrir fólki að ef það finnur torkennilega hluti, að hreyfa ekki við þeim heldur, taka niður staðsetningu eða merkja staðinn ef hluturinn finnst utan dyra, hafa strax samband við 112 sem gerir lögreglunni eða Landhelgisgæslunni viðvart.

IMG_0002